Krakkaklúbburinn Krummi
lau
5. apríl
14:00—16:00
Pizza Pizza – Getur dótapizza verið listaverk?
5. apríl kl. 14–16
Við búum til skúlptúra úr fundnum hlutum þar sem við látum gamla hluti sem við erum hætt að nota breytast í áhugaverð listaverk. Í þessum krakkaklúbbi er velkomið að koma með smáa hluti, sem ekki er lengur verið að nota og vantar nýtt hlutverk. Sýning Hildigunnar Birgisdóttur Þetta er mjög stór tala — Commerzbau verður okkur innblástur, en meðal annarra gersema er þar að finna uppstækkaða dótapizzu.