Krakkaklúbburinn Krummi

lau

3. feb

14:0016:00

lau

17. feb

14:0016:00

Listasafnið
Krummi

Rannsóknarleiðangur í safninu!
Með stækkunargleri munum við labba um safnið og uppgötva listaverkin á frumlegan hátt. Beinum sjónum að smáatriðum og óvæntum atriðum sem við tökum síðan áfram í listræna sköpun. Skoðum sérstaklega verkin á sýningunni Nokkur nýleg verk.

Með Krakkaklúbbnum Krumma vill Listasafn Íslands veita börnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til þess að njóta góðra stunda saman á safninu. Dagskráin er vönduð og öllum er velkomið að taka þátt.
Merki krakkaklúbbsins er fengið út barnabókinni Rauði hatturinn og krummi eftir Ásgerði Búadóttur myndlistarmann.

Ókeypis fyrir alla fjölskylduna.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17