
Krakkaklúbburinn Krummi
lau
3. feb
14:00—16:00
lau
17. feb
14:00—16:00
Rannsóknarleiðangur í safninu!
Með stækkunargleri munum við labba um safnið og uppgötva listaverkin á frumlegan hátt. Beinum sjónum að smáatriðum og óvæntum atriðum sem við tökum síðan áfram í listræna sköpun. Skoðum sérstaklega verkin á sýningunni Nokkur nýleg verk.
Með Krakkaklúbbnum Krumma vill Listasafn Íslands veita börnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til þess að njóta góðra stunda saman á safninu. Dagskráin er vönduð og öllum er velkomið að taka þátt.
Merki krakkaklúbbsins er fengið út barnabókinni Rauði hatturinn og krummi eftir Ásgerði Búadóttur myndlistarmann.
Ókeypis fyrir alla fjölskylduna.