Málþing

sun

14. sept

13:0015:00

Safnahúsið

Þann 14. september kl. 13 efnir Listasafn Íslands til málþings í tengslum við sýninguna Ráðgátan um Rauðmagann og aðrar sögur um eftirlíkingar og falsanir. Málþingið verður haldið í Safnahúsinu við Hverfisgötu og að því loknu býður safnið gestum málþingsins til lokahófs tveggja sýninga í Listasafninu við Fríkirkjuveg; Ráðgátan um Rauðmagann og aðrar sögur um eftirlíkingar og falsanir og Endurlit – Kristján H. Magnússon.

Aðgangseyrir á safnið gildir.

Dagskrá

13:00 Ráðgátan um Rauðmagann og aðrar sögur um eftirlíkingar og falsanir

Í safneign Listasafns Íslands leynast nokkur fölsuð verk sem hafa borist safninu með margvíslegum hætti. Undanfarin misseri hafa starfsmenn safnsins rannsakað þessi verk og hefur þá margt forvitnilegt komið í ljós. Fjallað verður um aðdraganda sýningarinnar í Listasafni Íslands, rannsóknarvinnu innan safnsins og viðbrögð almennings.

Fyrirlesari:
Dagný Heiðdal, listfræðingur og sýningarstjóri.

---

13:15 Rannsóknir á fölsuðum verkum

Hvaða rannsóknum er beitt af sérfræðingum þegar grunur vaknar um fölsun á listaverki. Farið verður yfir þær rannsóknaraðferðir sem varpa ljósi á uppruna verka.

Fyrirlesari:
Ólafur Ingi Jónsson, forvörður og sýningarstjóri

---

13:45 Hver á þetta pensilfar? Lagarammi myndlistar og úrræði vegna málverkafalsana

Fjallað verður um málverkafalsanir út frá löggjöf um höfundarétt á sviði myndlistar og dómaframkvæmd. Hver eru raunveruleg fórnarlömb málverkafalsana og tryggir íslensk löggjöf næga vernd og næg úrræði vegna málverkafalsana? Hver var lærdómurinn af stóra málverkafölsunarmálinu og hefur hann nýst til úrbóta?

Fyrirlesari:
Vera Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdarstjóri og lögfræðingur Myndstefs

---

14:05 Listaverkamarkaður í skugga falsana

Í fyrirlestrinum verður fjallað um íslenskan listaverkamarkað og hvernig falsanir hafa haft djúpstæð áhrif á hann. Fjallað verður um hvernig Stóra málverkafölsunarmálið hafði áhrif á verðþróun á markaðnum og áhrif dómanna 1998 og 2003, þegar traust og velta hrundu. Þá verður einnig komið inn á ábyrgð safna og uppboðshúsa, aðferðir til að greina fölsuð verk og mikilvægi fræðslu og opinberrar aðkomu. Farið verður yfir nauðsynlegar breytingar á lagaumgjörð þegar kemur að fölsuðum listaverkum og spyr hvernig tryggja megi bæði rétt almennings og heiður íslenskra listamanna og rétthafa.

Fyrirlesari:
Jóhann Ágúst Hansen, framkvæmdastjóri hjá Gallerí Fold.

---

14:25 Eins en ekki það sama, falsanir og höfundar

Listrænt og/eða fagurfræðilegt mat á listaverkum ræðst að hluta til af hugmyndum um samband höfundar og listaverks. Ein af afleiðingum falsana á listaverkum er að setja þessar hugmyndir í uppnám. Fjallað verður um nokkur af þeim vandamálum og áskorunum sem falsanir kalla fram þar sem munurinn á fölsunum annarsvegar og listaverkum hinsvegar verður skoðaður frá ólíkum sjónarhornum. Tekið verður undir með höfundum eins og Dennis Dutton og Nelson Goodman og rök færð fyrir því að falsanir valdi ekki aðeins skaða á höfundarverki þess listamanns sem falsað er, heldur valdi þær víðtækara tjóni á því samhengi sem fagurfræðilegir dómar byggja á.

Fyrirlesari: Jóhannes Dagsson, dósent við myndlistardeild LHÍ.

---

14:45 Pallborðsumræður með fyrirlesurum.

15:15 Málþingi lokið

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga 10–17