Safnbúðardagurinn

sun

23. nóv

1017

Listasafnið
Safnahúsið

Safnbúðardagurinn 23. nóvember

Safnbúðir víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu taka einstaklega vel á móti gestum á Safnbúðardaginn, sunnudaginn 23. nóvember. Í tilefni dagsins verður víða boðið upp á góð tilboð á gersemum, hressingu, viðburði og skemmtilegar uppákomur. Fjársjóðskistur safnbúða geyma gjarnan útgáfur, hönnun, prent og gripi sem byggja á safneig eða sýningum og eru því forvitnilegar fyrir margra hluta sakir. Komið og skoðið vörur með sál og sögu – gjafir sem skipta máli.

Þátttakendur í Safnbúðardeginum eru: Hönnunarsafn Íslands; Gerðarsafn, sem kynnir nýjar vörur í safnbúð; og Þjóðminjasafn Íslands, sem býður 20% afslátt af öllum vörum. Í Hafnarborg verður góð stemning, kaffi og piparkökur, og valdir bókatitlar á tilboði. Milli kl. 16 og 18 verður blásið til fögnuðar í Listasafni Íslands þar sem kynnt verður ný gjafapappírsútgáfa byggð á verkum þeirra Guðmundu Andrésdóttur og Eyborgar Guðmundsdóttur. Í safnhúsum Listasafns Reykjavíkur má svo finna gleði og gaman en Erró verður í brennidepli í Hafnarhúsinu, Kristín Gunnlaugsdóttir áritar bækur og plaköt milli kl. 14 og 16 á Kjarvalstöðum og vel verður tekið á móti gestum í Ásmundarsafni. Borgarsögusafn Reykjavíkur býður öll velkomin á Landnámssýninguna í Aðalstræti, Sjóminjasafnið og á Ljósmyndasafn Reykjavíkur þar sem verður hægt að gera góð kaup á völdum vörum.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga 10–17