
Krakkaklúbburinn Krummi
lau
9. maí
14:00—16:00
Glitrandi sandsmiðja
Á leiðinni upp stigann á Fríkirkjuvegi sjáum við stórt vegglistaverk eftir Rögnu Róbertsdóttur sem glitrar eins og gimsteinar. Við skoðum það með vasaljósum, sjáum ljósið glampa í glerinu og gerum svo okkar eigin listaverk í anda vegglistaverka Rögnu með sandi og náttúrulegum efnum.
Krakkaklúbburinn Krummi stendur fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í hverjum mánuði þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafns Íslands, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi.

