
Performansfyrirlestur:
fim
16. okt
16:00—17:00
Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar (f. 1977, Reykjavík, Ísland) vinnur með skúlptúr, texta, vídeó og gagnrýna heimspeki. Heimir er gjörningarfyrirlestur sem samtvinnar sögu tryggingaeftirlits á Íslandi, endurtryggingu með vísun í Íslenska endurtryggingu, þróun einstakra tryggingarfyrirtækja og hagsmunasamtaka ásamt myndmáli lógóa, auglýsinga og endurmörkunar, bæði á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Frásögnin tekur á sig mynd netleitar þar sem eitt leiðir af öðru og áhorfendur fylgja flæði myndefnis sem fundið er á netinu (merki, slagorð og sjónræn ímynd fyrirtækja) eru skoðuð með gagnrýnum og hnyttnum augum. Með því að draga fram innri mótsagnir í tungumáli og myndrænni framsetningu fjármála- og tryggingageirans varpar verkið ljósi á regluverk sem fagurfræðilegt og pólitískt fyrirbæri.