Mynd af Margréti Áskellsdóttur

Sjónarafl – Vilt þú læra myndlæsi?

sun

14. maí

14:0015:00

Safnahúsið

Sjónarafl - Vilt þú læra myndlæsi?
Þann 14. maí kl. 14 mun Margrét Áskelsdóttir listfræðingur taka á móti gestum í Safnahúsið við Hverfisgötu.

Listasafn Íslands og Listfræðafélagið hafa nú tekið höndum saman þar sem listfræðingar bjóða almenningi í Safnahúsið við Hverfisgötu að læra aðferðir myndlæsis. Gestir fá tækifæri til þess að skoða verk í safneign Listasafns Íslands og taka þátt í samræðum um verkin sem leiddar eru af listfræðingum.

Þátttakendur fá þannig lykla sem að auðvelda þeim að njóta hvaða myndlistar sem er. Komið og kynnist íslenskri myndlist, verið hjartanlega velkomin!

Óskað er eftir skráningu á þennan viðburð í gegn um netfangið mennt@listasafn.is
Aðgangseyrir á safnið gildir

Margrét Áskelsdóttir (f. 1984) er starfandi ráðgjafi og verkefnastjóri á sviði myndlistar. Hún sinnir ráðgjafastörfum við Listaverkaeign Seðlabanka Íslands og er auk þess formaður Listaklúbbs Seðlabankans. Margrét situr í stjórn Listfræðafélags Íslands og Myndlistarmiðstöðvar. Hún hefur setið í stjórnum og nefndum m.a. hjá Myndlistarsjóði, Nýlistasafninu og Sequences. Margrét hefur komið að fjölmörgum sýningarverkefnum og útgáfum um myndlist og menningu, innan lands sem utan. Hún starfaði sem framkvæmdastjóri BERG Contemporary og útgáfustjóri Crymogea bókaútgáfu. Hún var dansgagnrýnandi Morgunblaðsins auk þess sem hún sinnti dómnefndarstörfum, sat í ráðum og nefndum á sviði danslistar um árabil. Margrét hefur lokið prófi í listfræði, fjölmiðlafræði og frumkvöðlafræði.

 


Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17