Safnahúsið

Sjónarafl – Viltu læra myndlæsi?

sun

26. feb

1415

Safnahúsið

Sjónarafl - Vilt þú læra myndlæsi?
Listasafn Íslands og Listfræðifélagið hafa nú tekið höndum saman þar sem listfræðingar bjóða almenningi í Safnahúsið við Hverfisgötu að læra aðferðir myndlæsis. Gestir fá tækifæri til þess að skoða verk í safneign Listasafns Íslands og taka þátt í samræðum um verkin sem leiddar eru af listfræðingum.
Þátttakendur fá þannig lykla sem að auðvelda þeim að njóta hvaða myndlistar sem er.  Komið og kynnist íslenskri myndlist, verið hjartanlega velkomin!

Óskað er eftir skráningu á þennan viðburð í gegn um netfangið mennt@listasafn.is. Takmarkaður fjöldi.

Þann 26. febrúar kl. 14 mun Halldór Björn Runólfsson listfræðingur taka á móti gestum í Safnahúsið við Hverfisgötu.
Halldór Björn Runólfsson er doktor í listum og listspeki  frá Háskólanum í París [Université de Paris 1, Panthéon – Sorbonne]. Á árunum 1989 til 1992 gegndi Halldór Björn stöðu aðalsýningastjóra við Norrænu listamiðstöðina NIFCA. Samtímis var hann ritstjóri fyrir Íslands hönd við norrænu listtímaritin SIKSI og NU. Árið 2004 varð HBR fastur gagnrýnandi við alþjóðlega listtímaritið Flash Art International. Árið 2003 var HBR ráðinn lektor við Listaháskóla Íslands og frá 2002 til 2006 sat hann í dómnefnd Carnegie-sjóðsins fyrir hönd Íslands. Í janúar 2007 var HBR ráðinn forstöðumaður Listasafns Íslands og gegndi því starfi til 2017.

 

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17