Sjónarafl – Viltu læra myndlæsi?
sun
26. mars
14:00—15:00
Sjónarafl - Vilt þú læra myndlæsi?
Listasafn Íslands og Listfræðifélagið hafa nú tekið höndum saman þar sem listfræðingar bjóða almenningi í Safnahúsið við Hverfisgötu að læra aðferðir myndlæsis. Gestir fá tækifæri til þess að skoða verk í safneign Listasafns Íslands og taka þátt í samræðum um verkin sem leiddar eru af listfræðingum.
Þátttakendur fá þannig lykla sem að auðvelda þeim að njóta hvaða myndlistar sem er. Komið og kynnist íslenskri myndlist, verið hjartanlega velkomin!
Óskað er eftir skráningu á þennan viðburð í gegn um netfangið mennt@listasafn.is. Takmarkaður fjöldi.
Þann 26. mars kl. 14 mun Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur taka á móti gestum í Safnahúsið við Hverfisgötu.
Aðalsteinn starfar sem ritstjóri og myndlistargagnrýnandi við Iceland Review, Vísi, Dagblaðið og nú síðast Fréttablaðið. Aðalsteinn stundaði nám í listasögu við St. Andrews í Skotlandi, Courtauld Institute í Lundúnum og við Háskólann í Lundi, Svíþjóð. Hann hefur starfað við kennslu í listasögu við Handíða-og myndlistarskólann, Listaháskóla og Háskóla Íslands, einnig hefur Aðalsteinn starfað við Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur, Listasafn Sigurjóns Ólafssonar og Hönnunarsafn Íslands á tímabilinu 1976 – 2006. Þá hefur hann komið að fjölmörgum sýningarverkefnum og útgáfum um íslenska myndlist og menningu.