
Krakkaklúbburinn Krummi
lau
17. jan
14:00—16:00
Áttu lítinn, skrítinn skugga?
Skoðum skugga og speglun í verki Þórdísar Zoega Hringrás á stóra háaloftinu í Safnahúsinu og leikum okkur í skuggaherberginu þar sem við upplifum litablöndun ljóss og marglita skugga. Eftir það búum við til skuggalistaverk og prófum það í skemmtilegu skuggaleikhúsi.
Krakkaklúbburinn Krummi stendur fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í hverjum mánuði þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafns Íslands, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi.

