Krakkaklúbburinn Krummi

lau

18. okt

14:0016:00

Krummi
Listasafnið

Steina, Allvision, 1976. Lifandi raf-/ljós-/vélrænt umhverfi. Hljóðfæranotkun: Josef Krames, Woody Vasulka og Bruce Hamilton. Af sýningu THE VASULKAS / Steina: Machine Vision, Woody: Descriptions, Albright-Knox listasafnið, Buffalo, 1978. Með leyfi Buffalo AKG Art Museum. Ljósmynd: Kevin Noble

Við skoðum verk Steinu Allvision og fáum innblástur.
Skoðum hvernig listaverk og tækni geta umbreytt því hvernig við upplifum rými og reynum síðan sjálf að sjá heiminn á nýjan hátt. Hvað ef veggir væru á hvolfi, gluggar á gólfinu og sjónin okkar eins og að horfa í gegnum rör? Við búum til eigin „sjónmaska“ úr litaglærum sem breyta því hvernig við sjáum umhverfið. Síðan vinnum við verk þar sem við ímyndum okkur hvernig rýmið gæti litið út ef við sæjum það eins og vél eða í draumi.

Frítt fyrir alla fjólskyldu!

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga 10–17