Leiðsögn sýningarstjóra

sun

11. jan

14:0015:00

Listasafnið

Pari Stave frá Listasafni Íslands og Sunna Ástþórsdóttir frá Listasafni Reykjavíkur verða með leiðsögn um sýninguna Steina: Tímaflakk.

Farið verður á milli beggja safna og sýningin skoðuð í heild sinni. Leiðsögnin hefst á Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg kl. 14:00 og endar á Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi.

Sýningin er samstarf Listasafns Íslands og Listasafns Reykjavíkur og verður í báðum söfnunum samtímis. Steina er einn helsti frumkvöðull vídeólistar og nýmiðlunar í heiminum og brautryðjandi og áhrifamanneskja á sviði samtímalistar hérlendis. Með verkum sínum hefur hún á einstakan hátt tengt saman vídeólist, tónlist og tækni á skapandi og frjóan hátt. Sýningin er fyrsta stóra yfirlitssýningin á verkum Steinu hér á landi. Hún er upphaflega skipulögð í Bandaríkjunum undir heitinu Playback og sett þar upp á tveimur söfnum árið 2024 en hér á landi verður hún viðameiri að umfangi og inntaki. Rakinn verður listrænn ferill Steinu frá upphafi til samtímans og birtir sýningin í heild því afar áhugaverða mynd af þróun tækni og listar á síðustu áratugum.

Aðgangseyrir á safnið gildir.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga 10–17