Steina – Málstofa

lau

4. okt

10:0012:00

Fyrirmæli og ítrekun: Að varðveita verk Steinu

4. október 2025
10:00 – 12:00
Á verkstæðinu í Listasafni Íslands við tjörnina 

Tímamótasýningin Steina: Tímaflakk veitir kærkomið tækifæri til að stefna saman listafólki, söfnurum, forvörðum og sýningarstjórum sem starfa á sviði tímatengdra miðla til að ræða varðveislu hinnar framsæknu listsköpunar Steinu.

Vasulka-stofa og Vasulka Foundation boða til málþings, með stuðningi frá Vasulka Kitchen Brno, þar sem rýnt verður í þær flóknu, tæknilegu áskoranir sem fylgja því að varðveita tímatengda list og hvernig best má heiðra listræna arfleifð Steinu. Saman munu þátttakendur velta fyrir sér skrásetningu gagna sem og sögu innsetninga, með tilliti til óstöðugleikans og umbreytinganna sem óhjákvæmilega einkenna tímatengda miðla.

Viðburðurinn er á vegum Vasulka Foundation og Vasulka-stofu í Listasafni Íslands, með stuðningi Vasulka Kitchen Brno.

 

Ljósmynd © Friðgeir Trausti Helgason 

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga 10–17