Strokkvartettinn Siggi
lau
9. des
15:00—17:00
Strokkvartettinn Siggi gefur út nýja plötu: Í fyrsta sinn: Heildarútgáfa strengjakvartetta Atla Heimis Sveinssonar
Strokkvartettinn Siggi hefur síðustu misseri hljóðritað og unnið að fyrstu heildarútgáfu á strengjakvartettum Atla Heimis Sveinssonar, eins af frumkvöðlum samtímatónlistar á Íslandi. Hinn 9. desember næstkomandi býður kvartettinn í samstarfi við Listasafn Íslands til útgáfufagnaðar þar sem gestum býðst að þiggja léttar veitingar og hlýða á hluta af verkunum, bæði af glænýjum hljóðritum og í lifandi flutningi þeirra Unu Sveinbjarnardóttur, Helgu Þóru Björgvinsdóttur, Þórunnar Óskar Marinósdóttur og Sigurðar Bjarka Gunnarssonar. Útgáfufögnuðurinn hefst kl. 15 í húsi Listasafns Íslands við Fríkirkjuveg og stendur til kl. 17. Aðgangur er ókeypis. Kvartettinn átti í nánu samstarfi við Atla Heimi en hann lést árið 2019. Strengjakvartettarnir hans hafa aldrei áður verið gefnir út heildstætt og eru þetta sannarlega tímamót sem vert er að fagna og vekja athygli á. Platan verður gefin út á streymisveitum nú í desember en á næsta ári hyggst kvartettinn gefa út vínylplötu í takmörkuðu upplagi og númeruðum eintökum. Stofnað hefur verið til söfnunarátaks á Karolina Fund til að styrkja útgáfuna.