Sýningaropnun

lau

24. jan

15:0017:00

Listasafnið

Agnieszka Polska: Grandalaus viðföng

Á sýningunni Grandalaus viðföng er sjónum beint að fallvaltleika tilverunnar á tímum þegar samband manneskjunnar, tæknikerfa og náttúru tekur miklum breytingum. Agnieszka Polska ber sérlega gott skynbragð á félagsfræði tilfinningahagkerfisins; hvernig ónáttúruleg öfl og aðstæður endurmóta tilfinningar okkar, líkamsstarfsemi og meðvitund. Sýning pólska listamannsins Agnieszku Polska (f. 1985) er hluti af röð vídeóinnsetninga sem Listasafn Íslands hefur sett upp á síðustu tveimur árum, en verk hennar hafa undanfarið hlotið mikla alþjóðlega hylli.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga 10–17