Sýningaropnun

fös

2. maí

17:0019:00

Þér og þínum er boðið að vera við opnun sýningar­innar Christian Marclay, the Clock föstudaginn 2. maí 2025, kl. 17:00, að Fríkirkjuvegi 7.

Hið margrómaða verk The Clock (2010) eftir svissnesk-bandaríska listamanninn Christian Marclay verður sýnt á Listasafni Íslands frá 2. maí til 22. júní 2025. Verkið er epískt, sólarhringslangt vídeóverk á einni rás með hljóði. The Clock hlaut Gullna ljónið á Feneyjatvíæringnum árið 2011 og er almennt talið eitt merkasta listaverk 21. aldarinnar. Verkið er bæði djúpstæð hugleiðing um tímann og virðingarvottur við sögu kvikmyndalistarinnar.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Ath að það mun fara fram sólarhringsllöng sýning á The Clock sem hefst á opnunarkvöldi sýningarinnar.

2. maí, frá kl. 17 til kl. 17 þann 3. maí
Um sýninguna: Christian Marclay, The Clock | Listasafn Íslands

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga 10–17