
Sýningaropnun
fös
4. júlí — 4. apríl
17:00—19:00
Þér og þínum er boðið að vera við opnun sýningarinnar The Green Land eftir Inuk Silis Høegh föstudaginn 4. júlí 2025, kl. 17:00, í Listasafni að Fríkirkjuvegi 7.
The Green Land, 2021 er sjónræn hugleiðing um landslag sem er í senn ósnortið og óstöðugt sökum inngripa mannsins og loftslagsbreytinga. Verkið er 34 mínútna löng vídeóinnsetning með hljóðmynd eftir Jacob Kirkegaard.
Inuk Silis Høegh fæddist í Qaqortoq á Suður-Grænlandi árið 1972 og er kvikmyndaleikstjóri og konseptlistamaður sem vinnur gjarnan á mörkum þessara listgreina. Hann býr nú og starfar í Nuuk.
Fyrir opnun, eða kl 16:00 verður opið samtal á milli Pari Stave, sýningarstjóra Listasafns, Inuk Silis Høegh og Jacob Kirkegaard.