
Þrettándagleði í Listasafni Einars Jónssonar
þri
6. jan
17:00—19:00
Verið hjartanlega velkomin á þrettándagleði í Listasafni Einars Jónssonar
Hið stórbrotna Listasafn Einars Jónssonar verður hluti af Listasafni Íslands um áramótin. Þau tímamót skulu markeruð í fyrstu atrennu með þrettándagleði í safngarðinum og inni í safninu.
Snarkandi eldur og glitrandi stjörnuljós verða í garðinum innan um ævintýralegar höggmyndirnar, söngur mun óma og heitir drykkir flæða.
Inni verður boðið til listasmiðju fyrir börn af öllum kynslóðum þar sem töfrasprotar úr birkigreinum og óskastundir verða í forgrunni auk sögustunda á sérhverju korteri þar sem þjóðsögur frá ýmsum löndum verða lesnar.
Opið er á milli heima á þrettándanum og allt verður mögulegt þennan dag og nótt. Töfrandi heimur verka Einars Jónssonar ljáir gestum sýn inn í annan heim og viðburðurinn mun henta vel öllum kynslóðum. Gestir eru hvattir til að koma inn um garðinn.
Dagskrá:
17.05 Safnstjóri býður gesti velkomna í garðinum
17.10 Söngur í garðinum
17 – 18.30 Listasmiðja fyrir allar kynslóðir. Töfrasprotar og óskastundir. Jarðhæð.
17.30, 17.45, 18.00, 18.15 Þjóðsögur frá ýmsum löndum, sögustundir inni í safninu
18.30 Samsöngur í garðinum, stjörnuljós í boði að söng loknum

