Gagnvirkt listaverk eftir Doddu Maggý

Viðnám — kynning á þverfaglegri sýningu

Safnahúsið

Velkomin á kynningu á sýningunni Viðnám, fimmtudaginn 28. apríl kl.15:00 - 17:00 í Safnahúsinu, Hverfisgötu 15.

Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra opnar formlega fyrsta hluta sýningarinnar.

Sýningin Viðnám er þverfagleg sýning sem brúar bilið á milli myndlistar og vísinda. Verkin á sýningunni eru lykilverk í eigu Listasafns Íslands sem skapa áhugavert samtal myndlistarinnar við vísindaleg málefni og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Hver hæð í Safnahúsinu verður tileinkuð ákveðnu þema. Á fjórðu hæðinni verður unnið með háloftin, veðrið, loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á jökla landsins. Þriðja hæðin verður tileinkuð landinu og líffjölbreytileikanum. Á annarri hæð verður fjallað um hafið og vatnsföll og neðsta hæðin verður tileinkuð eðlis- og efnafræði heimsins. Sá hluti kallast 'samspil myndlistar og eðlisfræði' opnar nú 28. apríl 2022, aðrir hlutar sýningarinnar opna í áföngum næstu misseri.

Framsetning sýningarinnar miðar að því að skapa aðstæður fyrir sýningargesti svo þeir geti tengt á milli listaverka og vísindalegra staðreynda. Framsetningunni er ætlað að vekja áhuga gesta á vísindum m.a. með því að bjóða upp á fjölbreyttar þrautarlausnir í sýningarýmum.

Þessi verkefni byggja á skapandi tilraunum og listrænum ferlum sem sýningargestir geta nálgast á eigin forsendum eftir aldri og fyrri reynslu. Auk þess verður kynningarefni og viðtöl við fjölbreytta vísindamenn og listamenn sem útskýrir einstök verk og tengingar við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Efnið verður bæði hægt að nálgast í salnum og á heimasíðu safnsins.

Það er von okkar að á kynningunni skapist samtal sem kemur til með að hafa áhrif á hvernig sýningin nýtist best í skólastarfi.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)