
Krakkaklúbburinn Krummi
lau
24. jan
14:00—16:00
Víkingateiknismiðja
Í Listasafni Einars Jónssonar á Skólavörðuholti leynast risavaxnar og ofurfagrar styttur í ævintýralegum sölum. Í bláa salnum má finna styttu af víkingi sem við ætlum að skoða og æfa okkur að teikna frá hinum ýmsu sjónarhornum.
Krakkaklúbburinn Krummi stendur fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í hverjum mánuði þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafns Íslands, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi.

