
Gæðastundir
Gæðastundir eru viðburðir sem ætlaðir eru eldri borgurum. Viðburðirnir eru samsettir af sérsniðnum leiðsögnum og spjalli við sérfræðinga safnsins um myndlist, yfirstandandi sýningar og starfsemi.
Viðburðirnir skapa tækifæri fyrir gesti til að nálgast myndlistina og menningararf þjóðarinnar á margvíslegan hátt. Ávallt er boðið upp á kaffi á gæðastundum í Listasafni Íslands.
Hámarksfjöldi gesta á hverjum viðburði er 25 manns.
Hægt er að skrá sig á staka viðburði með því að senda póst á netfangið mennt@listasafn.is eða í síma 515 9600.
Aðgangseyrir á safnið gildir.
Tengiliður dagskrár
Ragnheiður Vignisdóttir
ragnheidur(at)listasafn.is
Næstu viðburðir á dagskrá hjá Gæðastundum.

Louisa Matthíasdóttir 1917-2000
Stúlka á hestbaki, 1979-1981