
Kennaraklúbbur Listasafns Íslands
Kennaraklúbbur Listasafns Íslands
Kennarar allra skólastiga og allra skóla fá tækifæri til að hittast reglulega á Listasafni Íslands og kanna hvernig hægt er að nýta safnið og fjársjóði þess sem efnivið í kennslu og safnhúsin þrjú sem námsvettvang. Kennarar gegna lykilstöðu í menntun barna, ungmenna og annarra og þess vegna finnst okkur mikilvægt að setja af stað skemmtilegan og fræðandi klúbb þar sem fræðsludeild safnsins getur verið í virku samtali við kennara. Safnið kynnir útgáfur og fræðsluefni fyrir skóla ásamt því að halda viðburði sem henta kennurum allra námsgreina og um leið opna fyrir virka hlustun á þörfum skólakerfisins innan frá. Öll sem kenna, hafa kennt eða hafa áhuga á kennslumálum eru velkomin í klúbbinn!
Hægt er að skrá sig í klúbbinn með nafni og netfangi á mennt@listasafn.is
Dagskrá vorannar 2026

Örnámskeið
Sjónarafl – þjálfun í myndlæsi
Dagsetningar:
15. janúar kl. 14 – 16
Staðnámskeið í Safnahúsinu við Hverfisgötu
10. mars kl. 14 – 16
Staðnámskeið í Safnahúsinu við Hverfisgötu
11. mars kl. 14 –16
Fjarnámskeið á netinu
Sjónarafl miðar með markvissum hætti að því að tengja kennslu í myndlæsi og listasögu við skólakerfið og auka þekkingu nemenda á menningarsögu og menningararfi þjóðarinnar. Þjálfun í myndlæsi eykur einnig hæfni í tjáningu, virkri hlustun, hugtakaskilningi og gagnrýnni hugsun. Á námskeiðinu fá kennarar kynningu og þjálfun í aðferðum myndlæsis þar sem unnið er markvisst með umræðu- og spurnaraðferð.
Myndlæsisþjálfunin fer fram með því að styðjast við valin verk úr safneign Listasafns Íslands og er fræðsluefnið sjálft unnið sérstaklega með kennara í huga.
Námskeiðsgjald er 6.500 kr. og innifalið í því gjaldi er kennslubókin Sjónarafl. Greitt er á staðnum.
Athugið að takmarkaður fjöldi kemst á námskeiðið og skráning er því nauðsynleg í gegnum netfangið mennt@listasafn.is

Ísabrot
Námskeið í Safnahúsinu
17. mars kl. 14:30 - 16:00
Fræðsluerindi, kynning á fræðsluefninu Ísabroti og listasmiðjur þar sem unnið verður með jöklaverk í tengslum við Ísabrot sem nýta má í kennslu.
Verð: 5000 kr. – Bókin fylgir og efni á staðnum

26. febrúar kl. 16 – 17:30
Stattu og vertu að steini!
Safnahúsið
Kynning á nýrri sýningu og fræðsluefni fyrir kennara í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Sýningin fjallar um þjóðsögur í íslenskri myndlist og hentar nemendum á öllum skólastigum. Kynntar verða nýjar fræðsluleiðir í tengslum við sýninguna og boðið upp á léttar veigar.

13. maí kl. 15:30 – 17:00
Vorfagnaður í Listasafni Einars Jónsonar
Í ársbyrjun 2026 sameinuðust Listasafn Einars Jónssonar og Listasafn Íslands.
Að því tilefni er boðið til vorfögnuðar kennaraklúbbsins í einstöku safni Einars Jónssonar, þar sem kynntar verða nýjar og spennandi fræðsluleiðir safnsins ásamt því að sérfræðingur segir frá völdum verkum Einars Jónssonar.





