
Námskeið fyrir börn
Vor 2026
Listasafn Íslands býður upp á skapandi og spennandi myndlistarnámskeið fyrir börn í nýja listaverkstæðinu í safninu við Fríkirkjuveg 7. Unnið verður út frá sýningum safnsins þar sem listaverkin verða rannsökuð og áhersla lögð á að þjálfa lita- og formskynjun þáttakenda, sem fá svo tækifæri til að nota ólíkan efnivið og vinna í margskonar miðla, eins og málun, grafík og skúlptúr.
Markmið námskeiðsins er að fá börn til að nálgast myndlist af meira öryggi og forvitni, þar sem kennsla fer fram bæði gegnum upplifun, samræðu og vinnu í höndunum. Í lok námskeiðs verður haldin sýning fyrir vini og fjölskyldu þar sem afrakstur námskeiðsins verður til sýnis.
Tímabil: janúar – apríl 2026
Verð: 62.000 kr.
Hægt er að nýta Frístundastyrk.
Yngri hópur 7-9 ára (börn fædd 2019 – 2017)
Tími: Þriðjudagar kl. 15 – 16:30
Kennari: Þorsteinn Eyfjörð, myndlistarmaður
Skáning hér
Tími: Fimmtudagar kl. 15 – 16:30 (ekki kennt 2. og 23. apríl)
Kennari: Helena Reynisdóttir, myndlistarmaður
Skráning hér
Eldri hópur 10-12 ára (börn fædd 2016 – 2014)
Tími: Mánudagar kl. 15 – 16:30 (ekki kennt 6. apríl)
Kennari: Ragnheiður Gestsdóttir, myndlistarmaður
Skráning hér
Tími: Miðvikudagar kl. 15 – 16:30
Kennari: Helena Reynisdóttir, myndlistarmaður
Skráning hér

