
Námskeið fyrir kennara
Sjónarafl - þjálfun í myndlæsi
Örnámskeið
Sjónarafl – þjálfun í myndlæsi
Dagsetningar:
19. ágúst kl. 10 – 12
Fjarnámskeið á netinu
19. ágúst kl. 14 – 16
Staðnámskeið í Safnahúsinu við Hverfisgötu
3. nóvember kl. 14 –16
Staðnámskeið í Safnahúsinu við Hverfisgötu
Sjónarafl miðar með markvissum hætti að því að tengja kennslu í myndlæsi og listasögu við skólakerfið og auka þekkingu nemenda á menningarsögu og menningararfi þjóðarinnar. Þjálfun í myndlæsi eykur einnig hæfni í tjáningu, virkri hlustun, hugtakaskilningi og gagnrýnni hugsun. Á námskeiðinu fá kennarar kynningu og þjálfun í aðferðum myndlæsis þar sem unnið er markvisst með umræðu- og spurnaraðferð.
Myndlæsisþjálfunin fer fram með því að styðjast við valin verk úr safneign Listasafns Íslands og er fræðsluefnið sjálft unnið sérstaklega með kennara í huga.
Námskeiðsgjald er 4.700 kr. og innifalin í því er kennslubókin Sjónarafl. Greitt er á staðnum.
Athugið að takmarkaður fjöldi kemst á námskeiðið og skráning er því nauðsynleg í gegnum netfangið mennt@listasafn.is
Ísabrot – jöklar í íslenskri myndlist
Ár jökulsins!
Námskeið í Safnahúsinu
20. ágúst kl. 13 – 15
10. september kl. 14 – 16
Fræðsluerindi, kynning á fræðsluefninu Ísabroti og listasmiðjur þar sem unnið verður með jöklaverk í tengslum við Ísabrot sem nýta má í kennslu.
Verð: 5000 kr. – Bókin fylgir og efni á staðnum