Námskeið í Listasafninu

Sjónarhorn á list Einars Jónssonar

Þátttakendur námskeiðsins kynnast lífi og list Einars Jónssonar, frumkvöðuls í íslenskri höggmyndalist. Útgangspunktur verður bókin Sjáandi sálir þar sem sjónum var sérstaklega beint að túlkun verka myndhöggvarans. Skoðaður verður táknheimur skúlptúranna, ásamt því hvernig verk Einars endurspegluðu þjóðernisvakningu og menningarumræðu síns tíma. Þátttakendur fá tækifæri til að nálgast verk Einars Jónssonar í nýju ljósi og skilja betur áhrif hans á íslenska listasögu.

Kennari: Sigurður Trausti Traustason, fráfarandi formaður stjórnar Listasafns Einars Jónssonar.

Hvar:
Listasafn Einars Jónssonar, Hallgrímstorg 1, 101 Reykjavík

Hvenær:
Miðvikudaginn 18. mars kl. 17:15–19:00
Miðvikudaginn 25. mars kl. 17:15–19:00

Verð:
35.000 kr.

Skráning hér

Takmarkað sætaframboð.

Við hvetjum þátttakendur til þess að kanna styrki hjá sínum stéttarfélögum fyrir námskeiðinu. Safnið veitir allar nauðsynlegar upplýsingar og kvittanir fyrir gjöldum.

Teikning í Listasafni Einars Jónssonar

Safn Einars Jónssonar er einstakt þar sem það er allt í senn vinnustofa, sýningarsalur og heimili listamannsins. Þátttakendur kynnast myndheimi Einars allt frá stærstu höggmyndinni – safninu sjálfu – til einstakra verka sem dreifð eru um sali og hæðir.

Á námskeiðinu verður unnið með grunnþætti teikningarinnar – form, línur og hreyfingu – út frá því sem fyrir augu ber. Áhersla verður lögð á flæði og skapandi teikniaðferðir. Námskeiðið hentar bæði byrjendum og þeim sem vilja dýpka færni sína í teikningu.

Kennari: Margrét H. Blöndal, myndlistarmaður

Hvar:
Listasafn Einars Jónssonar, Hallgrímstorg 1, 101 Reykjavík

Hvenær:
Miðvikudaginn 18. febrúar kl. 17:15–19:00
Miðvikudaginn 25. febrúar kl. 17:15–19:00

Verð:
35.000 kr.

Skráning hér

Allt efni á staðnum

Takmarkað sætaframboð.

Við hvetjum þátttakendur til þess að kanna styrki hjá sínum stéttarfélögum fyrir námskeiðinu. Safnið veitir allar nauðsynlegar upplýsingar og kvittanir fyrir gjöldum.

Aldamótakonur og íslensk listvakning

Aldamótin 1900 marka tímamót í íslenskri listasögu en fyrir þann tíma hafði mikil gerjun átt sér stað í íslensku samfélagi þar sem konur léku veigamikið hlutverk hvað varðar framgang myndlistar. Konurnar sem um ræðir fæddust á síðari hluta 19. aldar og tilheyrðu vaxandi borgarastétt landsins. Þær hlutu menntun á sviði myndlistar en ekki til þess að leggja stund á listsköpun heldur til að auka fegurðarskyn þeirra og smekkvísi svo þær gætu búið eiginmanni sínum og börnum fagurt heimili. Þessar konur hafa verið kallaðar huldukonur í íslenskri myndlist þar sem framlag þeirra var lengi vel flestum hulið. Undanfarna áratugi hafa verk þessara kvenkyns brautryðjenda verið dregin fram í dagsljósið í bókum og sýningum og hafa vakið forvitni og áhuga. Á námskeiðinu verða kynntir helstu frumkvöðlar á meðal kvenna á sviði myndlistar hér á landi á síðari hluta 19. aldar, verk þeirra skoðuð og sett í samhengi við aldarfar og myndlistarlíf í Reykjavík.

Kennari er Dagný Heiðdal

Námskeiðið hentar öllum áhugasömum um sögu og myndlist.

Hvar:
Safnahúsið, Hverfisgata 15, 101 Reykjavík

Hvenær:
Miðvikudaginn 5. nóvember kl. 17:15–19:00
Miðvikudaginn 12. nóvember kl. 17:15–19:00

Skráning hér: https://www.abler.io/shop/frirvk/listasafn/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6NDIxMjQ=?

Verð:
35.000 kr

Takmarkað sætaframboð.

Við hvetjum þátttakendur til þess að kanna styrki hjá sínum stéttarfélögum fyrir námskeiðinu. Safnið veitir allar nauðsynlegar upplýsingar og kvittanir fyrir gjöldum.

Nánari upplýsingar: info@listasafn.is

Afhjúpun blekkingar — Um eftirlíkingar og falsanir

Eftirlíkingar listaverka og ýmiss konar falsanir hafa þekkst frá fornu fari og enn koma upp fölsunarmál víða um lönd þar sem mikið kann að liggja undir. Í mörgum söfnum leynast vafasöm verk sem hafa ratað þar inn með margvíslegum hætti og á það einnig við um Listasafn Íslands. Fölsuð verk sem eru í fórum safnsins hafa borist því á ýmsan máta en öll tengjast þau hinu svonefnda stóra málverkafölsunarmáli sem hófst á síðasta tug 20. aldar.

Með sýningunni Ráðgátan um Rauðmagann og aðrar sögur um eftirlíkingar og falsanir  vill Listasafn Íslands stuðla að vitundarvakningu varðandi listaverkafalsanir hér á landi og kynna rannsóknaraðferðir sem varpa ljósi á uppruna verka.

Á námskeiðinu Afhjúpun blekkingar — Um eftirlíkingar og falsanir miðla sérfræðingar safnsins þekkingu sinni til þátttakenda þannig að þekking þeirra dýpki til muna á viðfangsefni námskeiðsins. Námskeiðið byggir á sögulegum staðreyndum sem og raundæmum úr safneign Listasafns Íslands.

Kennarnar eru Dagný Heiðdal, Nathalie Jacqueminet, Ólafur Ingi Jónsson, Sigurður Gunnarsson og Steinunn Harðardóttir.

Hvar:
Fríkirkjuvegur 7, 101 Reykjavík

Hvenær:
Miðvikudaginn 20. ágúst kl. 17:15 – 19:00
Miðvikudaginn 27. ágúst kl. 17:15 – 19:00
Miðvikudaginn 3. september kl. 17:15 – 19:00

Skráning hér: https://www.abler.io/shop/frirvk/listasafn/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6NDIxMDU=?

Verð:
53.000 kr.

Takmarkað sætaframboð.

Við hvetjum þátttakendur til þess að kanna styrki hjá sínum stéttarfélögum fyrir námskeiðinu. Safnið veitir allar nauðsynlegar upplýsingar og kvittanir fyrir gjöldum.

Nánari upplýsingar: info@listasafn.is

Námskeið með Claire Bown hjá Thinking Museum

Listasafn Einars Jónssonar og Listasafn Íslands bjóða upp á spennandi námskeið fyrir safnkennara með Claire Bown, eiganda Thinking Museum í Amsterdam og höfundi bókarinnar The Art Engager: Reimagining guided experiences in museum. Áherslur námskeiðsins snúast um leiðir til að virkja safngesti til þátttöku í safnheimsókn sem er jafnframt er þema bókarinnar. Námskeiðið hentar fræðslufólki alls konar safna, ekki aðeins listasafna, og fer fram á ensku.

Ekki missa af frábæru tækifæri til að læra af Claire Bown, einum öflugasta safnkennar síðari tíma.

Námskeiðið er styrkt af Safnasjóði og skipulagt af Listasafni Einars Jónssonar í samstarfi við Listasafn Íslands.

Facebook viðburður: (20+) Námskeið með Claire Bown hjá Thinking Museum | Facebook

HVENÆR?
fimmtudaginn 5. júní frá kl. 10-16 (með hádegis- og kaffihléum)

HVAR?
Í Safnahúsinu við Hverfisgötu og í Listasafni Einars Jónssonar í lok dags.

FYRIRKOMULAG:
Frítt fyrir safnkennara og aðra áhugasama um safnfræðslu. Ath. Skráning er nauðsynleg því plássið er takmarkað. Skráning fer fram í gegnum lej@lej.is – fyrstur kemur fyrstur fær.

Afhjúpun blekkingar — Um eftirlíkingar og falsanir

Listaverkafalsanir eiga sér langa sögu en iðulega er markmið falsara að blekkja kaupendur í hagnaðarskyni.
Námskeiðið byggir á sögulegum staðreyndum sem og raundæmum úr safneign Listasafns Íslands þar sem sérfræðingar safnsins miðla þekkingu sinni til þátttakenda þannig að þekking þeirra dýpki til muna á viðfangsefni námskeiðsins.

Nánar hér

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga 10–17