Kona

1951

Jóhannes Jóhannesson 1921-1998

LÍ-1009

Jóhannes Jóhannesson útskrifaðist sem gullsmiður úr Iðnskóla Reykjavíkur árið 1945. Þaðan fór hann í myndlistarnám í Barnes Foundation í Bandaríkjunum 1945–1946. Sökum stríðsins gátu listamenn ekki lengur sótt nám sitt til meginlanda Evrópu og voru þá Bandaríkin eini kosturinn á þeim tíma. Jóhannes var einn af þeim listamönnum sem vildu halda sýningu sem kæmi íslenskri nútímalist á kortið og árið 1947 var haldin fyrsta sýning Septemberhópsins. Þessi sýning var sú fyrsta af fjórum og markaði upphaf framúrstefnunnar í íslenskri myndlist. Árið 1949 fer Jóhannes í nám til Ítalíu og síðar sama ár dvelur hann í París ásamt nokkrum öðrum íslenskum listamönnum. Á þeim tíma var París orðin meginaðsetur geómetrískrar abstraktlistar á heimsvísu og tóku íslensku listamennirnir þessa stefnu með sér heim. Þessi sterku geómetrísku áhrif voru ekki sterk í myndum Jóhannesar fyrr en í byrjun sjötta áratugarins.

  • Year1951
  • TypeMálaralist - Olíumálverk
  • Size100 x 80 x 2,5 cm
  • SummaryFyrirsæta, Gluggi, Kona
  • Main typeMyndlist/Hönnun
  • MaterialOlíulitur

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)