Komposition

1955

Guðmunda Andrésdóttir 1922-2002

Sýningartexti

Eftir Guðmundu Andrésdóttur er haft að það hafi verið sýning Svavars Guðnasonar í Listamannaskálanum árið 1945 sem hafi heillað hana svo að hún ákvað að leggja út á listabrautina. Þegar Guðmunda var við nám í París á árunum 1951 til 1953 kynntist hún geómetrískri abstraktlist sem þar var efst á baugi. Þá mótaðist einnig sú listsýn sem Guðmunda þróaði allan sinn listferil og byggði á afdráttarlausri formhyggju og ítarlegri úrvinnslu eða tilbrigðum við afmarkaðar formhugmyndir. Hún rannsakaði í þaula möguleika málverksins og fékk sífellt nýjar niðurstöður. Guðmunda var einn þeirra íslensku listamanna er ruddu abstraktlistinni braut og var trú hinu óhlutbundna allan sinn feril en í lok sjötta áratugarins hóf hún að brjóta upp strangleika geómetríska málverksins. Verk hennar voru sýnd á síðustu sýningu Septemberhópsins árið 1952 en fyrstu einkasýningu sína hélt hún í Ásmundarsal árið 1956 og sýndi þar 16 málverk. Síðar var hún um árabil einn félaga í Septem-hópnum, sem var helsti vettvangur íslenskra abstraktmálara. Þegar Guðmunda lést árið 2002 arfleiddi hún Listasafn Íslands að stórum hluta þeirra listaverka sem hún lét eftir sig og á safnið nú rúmlega 500 verk eftir hana, olíumálverk, vatnslitamyndir og teikningar sem gefa í senn gott yfirlit yfir listferil hennar og veita okkur spennandi innsýn í sköpunarferil verka hennar.

 

During her studies in Paris from 1951 to 1953 Guðmunda was introduced to the main styles and ideas of the Paris art scene where geometric abstract art was the latest thing. Paris shaped the artistic vision that Guðmunda would develop throughout her career, a vision based on absolute formalism and an exhaustive work process or variations on distinct ideas of form. She investigated the possibilities of the painting extensively, garnering more and more results. Guðmunda was one of the Icelandic artists who paved the way for abstract art and remained faithful to the abstract throughout her career. At the end of the 1950s she started breaking up her strict geometric painting. Her works were part of the Septemberhópurinn group’s last exhibition in 1952, but her first solo show was in Ásmundarsalur in 1956 where she had 16 paintings. She was also a member of the Septem group for years, a fellowship that provided Icelandic abstract painters with a venue. When Guðmunda died in 2002 she left the National Gallery most of her works and the Gallery now owns more than 500 of her works. These works are oil paintings, watercolours and drawings that give a good overview of her career and provide an exciting insight into the creative process behind her works.

 

LÍ-1066
  • Ár1955
  • GreinMálaralist - Olíumálverk
  • Stærð80 x 55 cm
  • EfnisinntakAbstrakt
  • AðalskráMyndlist/Hönnun
  • EfniOlíulitur, Strigi

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga 10–17