Sjöundi dagur í Paradís

1920

Muggur 1891-1924

Klippimynd í bláum, appelsínugulum og brúnum tónum. Á myndinni eru þrír englar og nokkur tré án laufblaða.
LÍ-1085
  • Ár1920
  • GreinSamklipp - Samklipp
  • Stærð47 x 61 cm
  • EfnisinntakEngill, Maður, Paradís, Tré
  • AðalskráMyndlist/Hönnun
  • EfniPappír, Túsk
  • Merking gefandaGjöf frá prófessor Elof Risebye (1892-1961) 1958.

Gjöf frá prófessor Elof Risebye 1958. Elof Risebye (f. 3. mars 1892, d. 1961) var prófessor við fresku- og mósaíkdeild Listaakademíunnar í Kaupmannahöfn á árunum 1949-61. Hann var nemandi á akademíunni samtímis Júlíönu Sveinsdóttur og mun hafa kynnst verkum Muggs í gegnum hana. Hann kynntist hins vegar aldrei Mugg sjálfum. Frá þessu segir í grein Leifs Sveinssonar um “Sjöunda daginn í Paradís” í Lesbók Morgunblaðsins 1984.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)