Hraunelfur

2003

Þorbjörg Þórðardóttir 1949-

LÍ-11551

Þáttaskil urðu í list Þorbjargar Þórðardóttur árið 1989 þegar hún var beðin um að vinna verk fyrir Bændaskólann á Hvanneyri og nýta hráefni af staðnum í verkið. Þetta varð til þess að hún fór að vefa úr hrosshári sem hún spann saman við ull. Í fyrstu var hrosshárið ólitað en listakonan fór brátt að lita bandið, enda tekur hrosshár, bæði taglhár og fax vel við lit. Smám saman bættust í garnið fleiri þræðir úr ýmsum náttúruefnum eins og hör og sísalhampi. Einnig notar hún stífað og sérstaklega meðhöndlað hrosshár í verk sín. Með þessum hætti nær Þorbjörg fram nýstárlegri áferð og fær í vefnað sinn efnivið í fjölbreyttum litatónum. Þorbjörg sækir iðulega hugmyndir að verkum sínum til náttúrunnar og vinnur úr þeim óhlutbundin verk sem oftar en ekki hafa þrívíða eiginleika. Verk hennar einkennast af einföldum formum, hrjúfu yfirborði og meðvitaðri notkun fjölbreyttra lita og má segja að þau séu minningar um náttúrufyrirbæri þar sem samspil efnis og áferðar er mikilvægur þáttur.

  • Ár2003
  • GreinTextíllist, Textíllist - Blönduð tækni
  • Stærð195 x 98 x 28 cm
  • EfnisinntakHraun
  • AðalskráMyndlist/Hönnun
  • EfniHampur, Hrosshár, Hör

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17