Hringrás

2022

Þórdís Erla Zoega 1988-

Sýningartexti

Jörðin er eitt ár á hverri hringferð sinni umhverfis sólu og snýst einn hring um möndul sinn miðað við sól á einum sólarhring þannig að við jarðarbúar upplifum sólarupprás í austri og sólsetur í vestri og þess á milli dag og nótt.
Hér áður fyrr var það sólin sem stjórnaði deginum okkar en nú eru það snjalltæki sem varpa geislum sem herma eftir dagsljósi og rugla þannig í líkamsklukkunni. Fólk stjórnast af þessum tækjum og byrjar og endar daginn á að skoða skjáinn á símanum eða tölvunni.

 Í verkum sínum rannsakar Þórdís Erla myndheim skynjunar og sjónrænnar villu. Í verkinu Hringrás eftir Þórdísi Erlu snýst plexiglerdiskur réttsælis úr loftinu og varpar fjölda breytilegra birtuáhrifa á gólf og veggi. Kastljós lýsir upp hringinn og varpar skuggum í rýminu. Áhorfandinn er fyrir vikið staddur í eins konar leikmynd sem líkir eftir sólarupprás og sólarlagi. Snúningur hringsins í verki Þórdísar kallast á við snúning jarðar um möndul sinn og fegurð ljósaskiptanna. Út um allan hnött er samtímis einhver manneskja að draga frá gardínurnar til að hleypa deginum inn og önnur að draga fyrir og byrgja úti nóttina. Hér er Þórdís því að velta fyrir sér þeirri sam-mannlegu rútínu að draga gluggatjöld fyrir og frá í takt við sólarganginn, en einnig að hugsa um gervilýsingu sem er alls staðar í kringum okkur.

 

The earth takes one year to complete its orbit around the sun while it rotates on its own axis in twenty-four hours. As a result, the inhabitants of the earth experience sunrise in the east and sunset in the west, with day and night situated between the two. In times past it was the sun that governed our days, but now we have smart devices that emanate light that imitate daylight and disturb our circadian rhythms. These devices now control how we organize our days, with many of us beginning and ending the day by looking at a screen on our phone or our computer.

In her work, Þórdís Erla explores the visual world of sensory experience and visual processing deficit. In the work Routine, a plexiglass saucer turns clockwise from the ceiling and casts a wide spectrum of variable light effects on the floor and walls. A floodlight illuminates the circle and casts shadows on the space. In this way the viewer finds himself inside a stage set that imitates the sunrise and the sunset.  In Þórdís´s work the circle’s orbit recalls the rotation of the earth on its axis and the beauty of the changing of the light at dawn and dusk. All over the planet some people are opening the curtains to let the day in while others are drawing the curtains to shut out the night. In this work, Þórdís is reflecting on the human routine of opening and closing curtains in rhythm with the arc of the sun while at the same time thinking of the artificial lighting that is now part of our world.

LÍ-11867
  • Ár2022
  • GreinNýir miðlar - Innsetningar
  • Stærð2 x 2 m
  • AðalskráMyndlist/Hönnun

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga 10–17