Hraun

1949

Jóhannes Kjarval 1885-1972

Sýningartexti

 Gjarnan er sagt að saga íslenskra landslagsmálverka hafi hafist um aldamótin 1900 með myndum Þórarins B. Þorlákssonar frá Þingvöllum en halda mætti því fram með nokkurri vissu að Jóhannes Kjarval hafi varið þar meiri tíma en nokkur annar listamaður. Allt frá árinu 1929 nýtti hann sér hraunbreiður Þingvalla til þess að rannsaka þau einstöku litbrigði og áferð sem þetta undurfagra, grýtta og mosavaxna svæði býr yfir. Hraun frá árinu 1949 málaði Kjarval síðar á ferlinum og þrátt fyrir að staðsetningin sé ekki gefin sérstaklega upp gæti myndin hafa verið máluð í Gálgahrauni, en þangað lagði málarinn oft leið sína á þeim tíma. Þetta verk er einn þáttur í því langtímaverkefni Kjarvals að mála hraunbreiður með ólíkum aðferðum. Í þessu tilfelli vegur Kjarval salt á milli natúralisma og expressjónisma og dregur upp mynd af landslagi sem virðist einna helst vera lifandi, andlegt fyrirbæri.

 

While it has been said that the history of Icelandic landscape painting began with Þórarinn B. Þorláksson’s paintings at Þingvellir from around 1900, it can be argued that Jóhannes Kjarval spent more time there than any other artist. Beginning in 1929, the lava fields of Þingvellir were the subject of his endeavors to explore the range of unique color and textures of the craggy and mossy terrain in all its ethereal beauty. Lava Field, 1949, belongs to a later phase in Kjarval’s work, and although the location of the site pictured is not given, it may well have been painted at Gálgahraun, on the Álftanes field south of Reykjavík, which he frequented at this time. It is nonetheless part of a larger project depicting lava fields in a variety of painting styles. In this case, Kjarval strikes a balance between naturalism and expressionism, evoked in a landscape that appears as if it is a living, spiritual entity.

LÍ-1209
  • Ár1949
  • GreinMálaralist - Olíumálverk
  • Stærð121 x 120 cm
  • EfnisinntakHraun, Landslag
  • AðalskráMyndlist/Hönnun
  • EfniOlíulitur
Heimild

Kristín G. Guðnadóttir, Kjarvalsbók, 2005.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga 10–17