Grátandi karllægur skúlptúr frá tíunda áratugnum
2014
Egill Sæbjörnsson 1973-
Gifsmyndin virðist við fyrstu sýn vera dæmigerður skúlptúr frá níunda áratug síðustu aldar en þegar betur er að gáð má greina hreyfingu á yfirborði verksins sem vekur undrun og sá sem staldrar við getur fylgst með endalausum tárum renna tilviljanakennt niður sléttar, upplýstar hliðarnar á skúlptúrnum. Það eru þó ekki raunveruleg tár sem streyma, heldur eru tárin kölluð fram með gervigreindarforriti sem varpar þeim þeim á skúlptúrinn. Sjálfsskapandi eiginleiki verksins undirstrikar þá skoðun Egils að listaverk hafi sjálfstæða tilvist, þau séu lifandi og kröftug og hafi áhrif á umhverfi sitt. Verkið fjallar hugsanlega einnig um skörun stafrænnar víddar og efnislegrar víddar samtíman og hefur þannig margs konar heimspekilegar skírskotanir.
