Maurildin við Veðureyjarnar

2013

Harpa Árnadóttir 1965-

Sýningartexti

Harpa Árnadóttir sækir gjarnan innblástur í náttúruna í verkum sínum og miðlar til áhorfandans einstökum augnablikum sem iðulega tengjast viðkvæmni og hverfulleika. Í þessu verki reynir hún að fanga heillandi ljósfyrirbæri í hafinu þar sem litlir eldar virðast kvikna undir sjávaryfirborðinu. Harpa varð vitni að þessu náttúrufyrirbæri, sem kallast maurildi, nótt eina árið 2008 þegar hún var gestkomandi á Veðureyjunum í skerjagarðinum við vesturströnd Svíþjóðar. Maurildi stafar af ljósblossum vegna efnahvarfa fosfórsameinda í einfrumungum sem fljóta um í efstu lögum sjávar og sést ljósadýrðin best þegar skyggja tekur og hafrót eða brim örvar lífljóm einfrumunganna. Löngu síðar þegar Harpa var að mála með vatnslitum á bómullarstriga skaut þessi magnaða minning upp kollinum og náttúran flaut inn í verkið. Harpa notar gjarnan vatnsliti í þegar hún málar enda koma þeir henni stöðugt á óvart. Þegar hún málar á striga grunnar hún strigann með kanínulími eins og þekkst hefur um aldir ennda finnst henni heillandi að vinna með aldagamlan miðil á eigin forsendum á 21. öldinni.

LÍ-12187
  • Ár2013
  • GreinMálaralist, Málaralist - Vatnslitamyndir
  • Stærð130 x 130 cm
  • EfnisinntakLjós, Sjór
  • AðalskráMyndlist/Hönnun
  • EfniStrigi, Vatnslitur

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga 10–17