Fallið við

2022

Julie Lænkholm 1985-

Sýningartexti

Í verkum sínum byggir Julie Lænkholm iðulega á sameiginlegri þekkingu sem borist hefur munnlega frá kynslóð til kynslóðar. Einkum eru það lítt þekktar sögur kvenna sem fanga athygli hennar og verða útgangspunktur í sköpunarferlinu. Á einkasýningu Julie, Fjallið við, í Ásmundarsal í Reykjavík árið 2022 vann hún út frá ljóði Guðnýjar frá Klömbrum (1804-1836), Sit ég og syrgi. Í ljóðinu birtist í senn sorg og sársauki, umhyggja og lækning sem varð Julie innblástur. Efniðviðurinn í verkunum er meðal annars ull frá Húsavík, en þangað á Julie rætur að rekja. Þar kynntist hún meðal annars  jurtalitun og textílvinnslu sem hafa mótað listsköpun hennar síðan. Ljóðræn úrvinnsla Julie minnir okkur á hinn viðstöðulausa þekkingarflutning á milli kynslóða. Keðjuverkun manna á milli sem við tökum virkan þátt í þegar við upplifum verkið og eigum í samskiptum hvert við annað.

LÍ-12368
  • Ár2022
  • GreinTextíllist
  • Stærð220 x 500 cm
  • AðalskráMyndlist/Hönnun
  • EfniSilki, Ull
Lýsing

.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga 10–17