Græn bjalla. Drappaður flauelispallur
2022
Ragnheiður Gestsdóttir 1975-
Sýningartexti
Verkið var á sýningu Ragheiðar Gestsdóttur, Sjónskekkjur í Gallerí Gróttu árið 2023. Sýningin var afrakstur 3ja mánaða vinnstofudvalar Ragnheiðar hjá European Ceramic Work Center í Hollandi. Ragnheiður gerði þar ótal tilraunir með form, liti og áferð sem skila sér í margvíslegum verkum á gólfi og á vegg.
Verkin, eins og öll verk sem unnin eru í leir, spegla ófullkomleika höfundarins og manneskjunnar almennt. Með lokkandi yfirborði og litasamsetningum auk vísana í form og tákn, sem mörg skírskota í einhvers konar hagsbætur eða betrumbót, minna verkin okkur á þrá manneskjunnar eftir einhverju meira, einhverju betra.

LÍ-13132
- Ár2022
- GreinSkúlptúr - Leirmyndir
- Stærð25 x 16 cm
- AðalskráMyndlist/Hönnun
- EfniBrenndur leir, Glerungur