Græn ský

1973

Sigurður Örlygsson 1946-2019

LÍ-3523

Sigurður Örlygsson stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands árin 1967–1971, Myndlistarakademíuna í Kaupmannahöfn 1971–1972 og Art Students League í New York 1974–1975. Verk Sigurðar Örlygssonar eru af þeim toga sem leikinn er af fingrum fram og eru gjarnan byggð kringum einfalt og hlutlægt leiðarstef. Verkið Græn ský frá árinu 1973 er í anda bandarísku strangflatarlistarinnar og er óhætt að segja að Sigurður sé helsti íslenski fulltrúi hinnar stórbrotnu bandarísku strangflatarlistar sem oft er kennd við þá Barnett Newman, Ellsworth Kelly og Kenneth Noland; myndlist sterkra órofa lita og stórra flata.

  • Ár1973
  • GreinMálaralist - Olíumálverk
  • Stærð111 x 75,5 cm
  • EfnisinntakLandslag, Veður
  • AðalskráMyndlist/Hönnun
  • EfniMasónít, Olíulitur

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17