Gullfoss
1920
Kristín Jónsdóttir 1888-1959
Við upphaf 20. aldar voru uppi áform um að virkja Gullfoss í Hvítá í þágu rafvæðingar og iðnaðar en ekki varð úr þeim áformum, meðal annars vegna baráttu Sigríðar Tómasdóttur (1871–1957) sem bjó í Brattholti, skammt frá fossinum. Gullfoss hefur verið kallaður konungur íslenskra fossa og er nú í eigu íslenska ríkisins og einn vinsælasti áningarstaður ferðamanna hér á landi.
Kristín Jónsdóttir er meðal frumkvöðla íslenskrar málaralistar og var fyrst íslenskra kvenna til að ljúka prófi frá Konunglega listaháskólanum í Kaupmannahöfn árið 1916. Samtíða henni í náminu var Júlíana Sveinsdóttir, sem var ásamt Kristínu fyrst íslenskra kvenna til að gera myndlistina að ævistarfi. Kristín var dugleg að ferðast um landið og mála það sem fyrir augu bar og átti þannig mikilvægan þátt í að kynna náttúru landsins bæði hér á landi og erlendis.
At the beginning of the 20th century, plans were made to harness Gullfoss in Hvítá in the service of industry and electrification, but these plans came to naught, amongst other reasons because of the campaign mounted by Sigríður Tómasdóttir (1871–1957) who lived at Brattholt, a short distance from the waterfall. Gullfoss has been named the king of Icelandic waterfalls and is now the property of the Icelandic state, and one of the most popular tourist attractions in this country.
Kristín Jónsdóttir numbers among the pioneers of Icelandic art and was the first woman to graduate from the Royal Academy of Art in Copenhagen in 1916. Her contemporary at the school was Júlíana Sveinsdóttir, who, with Kristín, was the first Icelandic woman to make fine art her life´s work. Kristín travelled widely around the country, painting what she saw. She therefore played an important role in promoting the country´s natural environment, both locally and abroad.


- Ár1920
- GreinMálaralist - Olíumálverk
- Stærð65 x 75 cm
- EfnisinntakFoss, Landslag
- AðalskráMyndlist/Hönnun
- EfniOlíulitur