Snæfellsjökull

1983

Þórður Hall 1949-

LÍ-4311

Þórður Hall stundaði nám við Myndlistaskólann í Reykjavík á árunum 1966–1967, Myndlista-og handíðaskóla Íslands frá 1967–1972 og framhaldsnám við Konunglega listaháskólann í Stokkhólmi frá 1972–1974. Hann hefur haldið á annan tug einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýninga. Þegar líða tók á áttunda áratuginn varð náttúran í verkum Þórðar rökræn og flatarkennd og ýmis rúmfræðileg form urðu áberandi. Í olíumálverkum Þórðar frá því um 1980 varð þessi sýn enn meira áberandi þar sem fjallakeilur og frumform einkenna agaðar náttúrulýsingar eins og sjá má í verkinu Snæfellsjökull frá 1983. Hér er ekki upphafið landslag náttúrudýrkunar heldur stílfærð og formræn náttúra eins og hún birtist borgarbúum.

  • Ár1983
  • GreinMálaralist - Olíumálverk
  • Stærð95 x 105 cm
  • EfnisinntakHálendi, Ís, Jökull, Landslag, Óbyggðir
  • AðalskráMyndlist/Hönnun
  • EfniOlíulitur

Þórður Hall sýnir málverk og teikningar í Norræna Húsinu 16. apríl til 1. maí 1983. Sýningarskrá. Nr. 39.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17