Snæfellsjökull
1983
Þórður Hall 1949-
Þórður Hall stundaði nám við Myndlistaskólann í Reykjavík á árunum 1966–1967, Myndlista-og handíðaskóla Íslands frá 1967–1972 og framhaldsnám við Konunglega listaháskólann í Stokkhólmi frá 1972–1974. Hann hefur haldið á annan tug einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýninga. Þegar líða tók á áttunda áratuginn varð náttúran í verkum Þórðar rökræn og flatarkennd og ýmis rúmfræðileg form urðu áberandi. Í olíumálverkum Þórðar frá því um 1980 varð þessi sýn enn meira áberandi þar sem fjallakeilur og frumform einkenna agaðar náttúrulýsingar eins og sjá má í verkinu Snæfellsjökull frá 1983. Hér er ekki upphafið landslag náttúrudýrkunar heldur stílfærð og formræn náttúra eins og hún birtist borgarbúum.