Þrjár sólir

1966

Finnur Jónsson 1892-1993

LÍ-4461

Finnur Jónsson var við nám í Dresden í Þýskalandi þegar borgin var einn helsti vettvangur framúrstefnu í myndlist á fyrri hluta þriðja áratugarins. Málaði Finnur nokkur verk með sterkum vísunum til þessara nýju strauma. Árið 1925 sýndi Finnur afrakstur Þýskalandsáranna á Íslandi, þar á meðal nokkur hálfabstrakt verk. Sýningin vakti athygli og seldust mörg fígúratív verk en ekkert hinna. Eftir það tóku fígúratívu verkin yfirhöndina og málaði Finnur síðan með góðum árangri í áratugi landslag og myndir af sjómönnum og sjávarlandslagi, en tók aftur upp þráðinn í abstraktmálverkum á sjöunda áratugnum. Um svipað leyti hlutu hin einstöku abstraktverk Finns frá upphafi ferils hans athygli á alþjóðavettvangi og þykir merkasta framlag hans til íslenskrar myndlistar felast í þessum framúrstefnulegu verkum frá þriðja áratugnum.

  • Ár1966
  • GreinMálaralist - Olíumálverk
  • Stærð125 x 105 cm
  • EfnisinntakSól
  • AðalskráMyndlist/Hönnun
  • EfniOlíulitur, Strigi
  • Merking gefanda

    Gjöf listamannsins og Guðnýjar Elísdóttur konu hans 1985.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga 10–17