Í fjallasal

1986

Einar Hákonarson 1945-

LÍ-4775

Einar Hákonarson kom fram á sjöunda áratugnum og einbeitti sér að því að fjalla um nútímamanninn. Í eldri verkum sínum sótti hann myndmálið og framsetninguna m.a. til popplistarinnar. Einar hefur verið ötull grafíklistamaður og stofnaði hann félagið Íslensk grafík ásamt nokkrum nemenda sinna árið 1969. Einar hefur fengist mikið við kennslu, bæði hér á landi og erlendis, og var skólastjóri MHÍ 1978–1982. Einar var formaður stjórnar Kjarvalsstaða og Ásmundarsafns 1982–1986. Einar hélt sína fyrstu sérsýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins 1968 og hefur síðan þá haldið fjölda einkasýninga. Yfirlitssýning á verkum hans var haldin í Listaskálanum í Hveragerði 1997.

  • Ár1986
  • GreinMálaralist - Olíumálverk
  • Stærð150 x 200 cm
  • EfnisinntakHálendi, Landslag, Óbyggðir
  • AðalskráMyndlist/Hönnun
  • EfniOlíulitur

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17