Óður til mánans

1925

Finnur Jónsson 1892-1993

LÍ-4785

Texti frá sýningunni Halló, geimur í Listasafni Íslands 5.2.2021 - 9.1.2022

Myndin er í senn abstrakt og fígúratív, því sjá má margt kunnuglegt í þessu óræða rými þar sem himintungl og hnettir svífa um. Blár stigi leiðir okkur inn að miðju verksins þar sem tveir hálfmánar, rauður og gylltur, hverfast um öxul sem heldur myndrýminu saman. Segja má að Finnur Jónsson hafi leitað nýrra leiða og róið á mið framúrstefnu þegar hann hélt til Þýskalands 1921. Þar var allt að gerast, Berlín og Dresden urðu suðupottur nýrra hugmynda í myndlist og hönnun. Bauhaus-skólinn í Weimar setti mark sitt á skóla Der Weg sem Finnur sótti í Dresden, því kennararnir höfðu bein tengsl þangað. Margir ólíkir hópar listamanna stofnuðu með sér samtök og virkaði Sturm-galleríið í Berlín og tímaritið Der Sturm eða Stormurinn eins og hvirfilbylur hugmynda þar sem horft var fram veginn. Átta verk eftir Finn voru tekin til sýningar hjá samtökunum og voru þau öll í anda abstrakt konstrúktívisma en jafnframt sækja þau innblástur til hugmynda um hið andlega í listinni þar sem menn hefja hugann upp yfir hið veraldlega. Þar með má segja að Finnur hafi verið kominn í hóp helstu framúrstefnumanna í myndlist í álfunni.

  • Ár1925
  • GreinMálaralist - Olíumálverk
  • Stærð78 x 68 cm
  • EfnisinntakAbstrakt
  • AðalskráMyndlist/Hönnun
  • EfniGull, Léreft, Olíulitur
  • Merking gefanda

    Gjöf listamannsins og Guðnýjar Elísdóttur konu hans 1985.

Finnur Jónsson í Listasafni Íslands, Reykjavík: Listasafn Íslands, 1992.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)