Saga

1961

Nína Tryggvadóttir 1913-1968

Málverkið Saga, byggir Nína Tryggvadóttir upp með hrinjandi misstórra flata sem skapa hreifingu í myndrýminu þar sem engu er líkara en hvítur litur hafi rifið sig lausan og leiki frjáls um yfirborð myndarinnar. Litnum er smurt þykkt á léreftið og hér er notast við spaðatækni og öllum útlínum slept. Brúnir jarðlitir spila saman og vísa með óbeinum hætti til náttúrunnar og þeirrar síbreitilegu umbyltingu forma og lita sem þar á sér stað.Með lífrænu myndmáli sínu átti Nína þátt í að losa abstrakt málverkið úr viðjum strangflatarstílsins snemma á sjöunda áratugnum. Kynni Nínu af mögum þekktum myndlistarmönnum og listafólki bæði í New York og París ásamt því að hún sýndi verk sín á báðum stöðum skapa henni nokkra sérstöðu í hópi þeirra listamanna sem störfuðu hér heima. Vildi hún meina að þróunin hér á landi á sjöunda áratugnum væri full einstrengingsleg og átti hún sinn þátt í að þróa geómetríska abstraktmálverkið í átt til ljóðrænni hátta.  RP

LÍ-5732
  • Ár1961
  • GreinMálaralist - Olíumálverk
  • Stærð152,5 x 132 cm
  • EfnisinntakAbstrakt
  • AðalskráMyndlist/Hönnun
  • EfniOlíulitur, Strigi

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17