Ávextir

2000

Sara Björnsdóttir 1962-

Sýningartexti

Verkið Ávextir tekur á málefni sem hefur verið í umræðunni í samfélaginu og skiptir okkur máli. Hér er sjóninni beint að fæðunni, eða þeim erfðabreyttu matvælum sem ræktuð eru í dag og seld til neyslu. Verkið er ákaflega skýrt í framsetningu þar sem brjóstmynd af ungri konu heldur á tveimur vansköpuðum tómötum sem voru til sölu í búð. Svipur konunnar er óræður en hún virðist fálát og uppsetningin miðast öll við það að upphefja tómatana líkt og hér sé um fágæta og verðmæta hluti að ræða – sem þeir eflaust væru hefði ekki komið til fikts mannsins í erfðaefnum náttúruafurða. Hið fáláta fas gefur okkur þó einnig vísbendingu um spursmál sem enn eru brýn, um það hvernig erfðabreytt matvæli geti haft áhrif á lífskeðjuna og jafnvel heilsu mannanna til langs tíma litið.

 

The work Fruits makes us look at the biotechnical world, the sciences meant to improve life-standards with the intrusion of man and his messing with the genes. The look on the woman’s face is ambiguious; she is nonchalant but the representation of the picture invests the tomatoes in her hand with meaning that in some way glorifies them, as if they are rare and valuable things – which they would be if man hadn’t started messsing with the genes of natural fruits. The nonchalant appearance also gives us an indication of the questions that still today are of importance about how genetically modified food can affect the cycle of life and our health in the long run. RP

LÍ-6210

Þegar talað er um nýtingu mannanna á náttúrunni er átt við hvers konar viðleitni þeirra til að uppfylla þarfir sínar, bæði efnislegar og andlegar, með aðstoð náttúrunnar eða hluta hennar. Ræktun er ein tegund nýtingar á náttúrunni og flokkast undir efnislegar þarfir. Fyrr á tíðum ræktaði fólk mest til sjálfsþurfta en í seinni tíð hefur landbúnaður orðið að eins konar iðnaðarframleiðslu. Á myndinni heldur stúlkan á erfðabreyttum tómat sem er orðinn óeðlilega stór. Sara fær þannig áhorfandann til að spyrja sig hversu eðlilegar erfðabreytingar séu fyrir náttúruna. Erfðabreyttar lífverur eru lífverur með erfðaefni sem hefur verið breytt á annan hátt en gerist í náttúrunni við pörun og/eða náttúrulega endurröðun. Ákveðin lög og reglur gilda um notkun erfðabreyttra lífvera og er þeim ætlað er að vernda náttúru landsins, líffræðilega fjölbreytni, vistkerfi, plöntur og heilsu manna og dýra gegn hugsanlega skaðlegum og óæskilegum áhrifum þeirra. Þá er leitast við að tryggja að framleiðsla og notkun erfðabreyttra lífvera fari fram á siðferðilega og samfélagslega ábyrgan hátt í samræmi við varúðarreglu umhverfisréttar og grundvallarregluna um sjálfbæra þróun. Þegar að er gáð er greinilegt að það eru ekki venjulegir tómatar sem stúlkan heldur á og það eru ekki náttúrulegar „eplakinnar“ sem hún er með, heldur hefur verið átt við hvoru tveggja með nútímatækni. Í þessu verki eins og mörgum öðrum vekur Sara okkur til vitundar um ýmis aðkallandi málefni. Hér beinir hún sjónum að fæðunni, sérstaklega erfðabreyttum matvælum sem eru ræktuð og seld til neyslu. Verkið er ákaflega skýrt í framsetningu þar sem við sjáum mynd af stúlku sem heldur á tveimur vansköpuðum tómötum sem hún keypti. Svipur stúlkunnar er óræður en hún virðist fálát og uppsetningin miðar öll að því að upphefja tómatana líkt og hér sé um fágætt dýrmæti að ræða. Hið fáláta fas gefur þó einnig til kynna brýna spurningu um það hvernig erfðabreytt matvæli geti haft áhrif á lífskeðjuna og jafnvel heilsufar mannanna til langs tíma litið.

  • Ár2000
  • GreinLjósmyndun - Litljósmyndir
  • Stærð170 x 125 cm
  • EfnisinntakÁvöxtur, Kona
  • AðalskráMyndlist/Hönnun
Lýsing

“Verkið Ávextir fjallar um erfðabreytt matvæli. Í tengslum við Ávexti hefur hún gert myndbandsverk sem sýnir maur að klífa hveitifjall. Verk Söru hafa oft pólítískan og þjóðfélagslegan undirtón og hún hefur velt fyrir sér hlutverki listamannsins og stöðu myndlistar í þjóðfélaginu. Í nýjasta gjörningi sínum tók hún fyrir sölu á listaverkum og vændi. Samskipti fólks og orkan sem byggist upp á milli einstaklinga er henni einnig hugleikið viðfangsefni. Á sýningunni Betzi Hlemmur í heimi siðast liðið sumar las hún upphátt sögur úr hátalara sem hún hafði skrifað um fólkið og umhverfi á Hlemmi” (Texti úr sýningarbæklingnum í Gerðarsafni).

Heimild

Sýningarskrá “Fullveldi”, sýning í Gerðarsafni 1.-30. desember 2000.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga 10–17