Mundilfari

2001

Bragi Ásgeirsson 1931-2016

LÍ-6223

Bragi Ásgeirsson stundaði nám í Handíða– og myndlistarskólanum 1947–1950, Listaháskólanum í Kaupmannahöfn 1950–1952 og 1955–1956 (grafík), Listaháskólanum í Ósló, og í Listiðnaðarskólanum í sömu borg 1952–1953. Hann dvaldi í Róm og Flórens við nám 1953–1954 og síðan lá leiðin í Fagurlistaskólann í München 1958–1960. Samhliða eigin listsköpun kenndi Bragi um árabil við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og skrifaði listgagnrýni fyrir Morgunblaðið. Hann ferðaðist víða um heim og skrifaði pistla um sjónrænar upplifanir sínar. Hann var einn af stofnendum Listmálarafélagsins 1982 og vildi ásamt félögum sínum styrkja grundvöll málaralistarinnar. Bragi hlaut margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín í þágu myndlistar, meðal annars riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu 2001. Frá fyrstu einkasýningu Braga í Listamannaskálanum 1955, er óhlutbundin myndlist reis sem hæst hér á landi, snerist list hans um málverkið, abstrakt sem fígúratíft, auk grafíkur þar sem hæfileikar hans komu berlega í ljós. Ljóðræn abstraktverk og málverk í anda popplistarinnar með aðfengnu efni, eða fundnum hlutum (fr. object trouvé), í uppbyggingu mynda Braga mörkuðu honum sérstöðu í íslenskri myndlist.

 

  • Ár2001
  • GreinMálaralist - Olíumálverk
  • Stærð138 x 122 cm
  • EfnisinntakAbstrakt, Sól
  • AðalskráMyndlist/Hönnun
  • EfniOlíulitur

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17