Nafnlaus
2002
Björg Örvar 1953-
Björg Örvar nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árunum 1975–1979 og við University of California, Davis í Bandaríkjunum 1981–1983. Á sínum langa ferli hefur hún haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum heima og erlendis, kennt myndlist, , verið tilnefnd til myndlistarverðlauna, útnefnd bæjarlistamaður, (Kópavogs) auk þess að sinna ritstörfum. Hún hefur gefið út skáldsögu og ljóðabók. Verk eftir Björgu er a finna t.d. í Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur og í fórum ýmissa bæja og stofnana, banka og einkasafna.