Friðrik VIII og Hannes Hafstein

1908

Þórarinn B. Þorláksson 1867-1924

Þórarinn B. Þorláksson, Landslagsmyndir, Friðrik VIII og Hannes Hafstein, LÍ 6912,
LÍ-6912
  • Ár1908
  • GreinMálaralist - Olíumálverk
  • Stærð48 x 88 cm
  • EfnisinntakHestur, Konungur, Landslag, Maður, Ráðherra, Vegur
  • AðalskráMyndlist/Hönnun
  • EfniOlíulitur, Strigi
  • Merking gefandaGjöf frá ríkisstjórn Íslands

Mbl. 15.09.2004 Sagt frá afhendingu gjafar sbr. grein af Mbl. á Netinu hér að neðan
Innlent | mbl.is | 14.9.2004 | 17:40
„Eigulegri bók en Borgarfulltrúatal“
Fyrsta eintak ritsins Forsætisráðherrar Íslands – ráðherrar Íslands og forsætisráðherrar í 100 ár var afhent Davíð Oddssyni í Þjóðmenningarhúsi í dag. Davíð sagði við það tilefni að árið 1986 hefði verið gefið út Borgarfulltrúatal í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar. „Það seldist á frjálsum markaði í þremur eintökum. Þetta er miklu eigulegri bók.“

Ritið er gefið út í tilefni 100 ára afmælis heimastjórnar. Á öldinni sem liðin er frá því Íslendingar fengu heimastjórn árið 1904 hafa 24 einstaklingar gegnt embætti Íslandsráðherra eða forsætisráðherra. ...

Við sama tækifæri afhenti Davíð Listasafni Íslands, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, málverk Þórarins B. Þorlákssonar af Friðriki konungi VIII. og Hannesi Hafstein, en ríkisstjórnin festi kaup á því í tilefni 100 ára afmælis heimastjórnarinnar. Myndin var máluð árið 1908 og Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafnsins, sagði málverkið vera einstakt í listasögu Íslands, þar sem það sýndi atburð, líkt og fréttaljósmynd.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17