Æðarfugl

1939

Höskuldur Björnsson 1907-1963

LÍ-760

Æðarrækt er dæmi um samvinnu manna og dýra. Æðarfuglinn er mikilvægur nytjafugl fyrir Íslendinga vegna dúnsins sem æðarkollurnar plokka af eigin bringu til að fóðra hreiðrin sín og halda hita á eggjunum. Æðarbændur vernda æðarfugla fyrir vargi og fá í staðinn að taka hluta af dúninum og nýta til dæmis í sængur. Bændurnir hreinsa líka óæskilegt rusl úr hreiðrunum sem getur verið fuglunum hættulegt. Æðarfuglar verpa þétt saman og á mynd Höskuldar Björnssonar sjáum við þrjú dúnklædd hreiður. Kollur sitja á tveimur þeirra með maka sína sér við hlið en einkvæni ríkir meðal æðarfugla. Á miðri mynd eru hins vegar óvarin egg í hreiðri en kollan er fremst á myndfletinum og virðist á leið út úr myndinni. Hvert ætli hún sé að fara? Segja má að Höskuldur Björnsson hafi sérhæft sig í að mála fugla í náttúru Íslands. Hann ólst upp við Hornafjörð en þar í kring er fyrsti viðkomustaður margra farfugla sem koma til landsins á vorin.

  • Ár1939
  • GreinMálaralist - Olíumálverk
  • Stærð55 x 110 cm
  • EfnisinntakDýr, Æðarfugl
  • AðalskráMyndlist/Hönnun
  • EfniOlíulitur, Strigi

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga 10–17