Hvernig virkar borgarvirki?

2008

Davíð Örn Halldórsson 1976-

LÍ-8063

Davíð Örn Halldórsson stundaði nám við Listaháskóla Íslands 1999–2002 og útskrifaðist úr grafíkdeild. Síðan þá hefur hann haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga. Davíð Örn er ekki hefðbundinn málari sem málar með olíu á striga heldur notar hann nútímaleg efni eins og málningu úr úðabrúsum og tússliti. Einnig notar hann akrýlmálningu, skipalakk, venjulega húsamálningu og innanhússmálningu. Þessu blandar listamaðurinn óhikað saman í verkum sínum. Hann málar stundum á veggi og gólf sýningarsala en aðallega á alls kyns fundið efni: pappa, borðplötur, húsgögn, framreiðslubakka, spónaplötur og hurðarspjöld. Á þessa margbreytilegu fleti málar Davíð Örn lag eftir lag og er greinilegt að mikil vinna liggur að baki hverri mynd, jafnvel smásmuguleg nákvæmni. Litanotkunin er djörf og ber vott um tilraunastarfsemi með liti og litaskynjun. Ofhlæðið í myndunum veldur því að erfitt er að ráða í myndefnið sem er oftast en ekki alltaf abstrakt. Því má eyða löngum stundum í að reyna að túlka verkin, lesa úr þeim frásagnir og velta fyrir sér hugmyndaheimi listamannsins.

  • Year2008
  • TypeMálaralist - Blönduð tækni
  • Size50 x 78 cm
  • SummaryAbstrakt
  • Main typeMyndlist/Hönnun
  • MaterialViður

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)