Of the North

2001

Steina 1940-

Sýningartexti

 Á sjöunda áratug síðustu aldar opnaði það nýjar víddir í heimi sjónlista að geta tekið upp hljóð og mynd í rauntíma og voru Steina og eiginmaður hennar, Woody Vasulka, meðal frumkvöðla á því sviði. Þau unnu saman að margs konar rannsóknum er tengdust vídeólist og beislun rafrænna boða og síðar stafrænna. Þau þróuðu einnig tæki og tækni sem miðaði að því að skapa áhugaverð verk þar sem ekkert var slegið af listrænum kröfum. Þetta samtal þeirra við tæki og tól varð einkar áhugavert og gefandi þar sem menntun Steinu í tónlist og tækniþekking Woodys naut sín.

Verkið Of the North vann Steina upp úr safni sínu af vídeóupptökum, mestmegnis af náttúru Íslands, yfirborðinu eða því sem skoða má í smásjá. Hér má sjá örverur jafnt sem brim hafsins og bráðnandi ís, berghrun ásamt margs konar náttúrufyrirbærum sem snerta jarðmyndun og niðurbrot á plánetunni okkar. Verkið vísar jafnframt út í geiminn þar sem sjá má hnattlaga vörpun snúast um ímyndaðan ás í seiðandi takti. Hreyfitakturinn og orkan geta leitt huga áhorfandans í margar áttir, hvort heldur er að stórbrotinni fegurð eða jarðbundnum hugleiðingum um viðkvæma náttúru og forgengileika jarðarinnar.

 

In the 1960s the possibility of recording sound and video in real time opened up new dimensions in the world of visual arts. Steina and her husband Woody were pioneers in the field. They collaborated on a range of research into video art and the harnessing of electronic (and later digital) pulses. They also developed new technology and tools used to create interesting works of uncompromising artistic rigour. Their dialogue with technology became very interesting and rewarding, benefiting from Steina’s background in music and Woody’s technical expertise. 

Of the North is created from Steina’s archive of video recordings, mostly of Icelandic nature – either the surface of the earth, or under a microscope. Here you can see microbes, as well as crashing waves and melting ice, landslides and an array of natural phenomena relating to the geological formation and destruction of our planet. The work also reaches out into space, with spherical objects rotating around an imaginary axis in a hypnotic rhythm. The beat and energy evoke imagery that may lead the observer’s thoughts in many directions – whether to magnificent beauty, or more down-to-earth musings on the vulnerability of nature and the impermanence of the earth.

 

LÍ-8075
  • Ár2001
  • EfnisinntakNáttúra
  • AðalskráMyndlist/Hönnun
  • EfniVídeó
Lýsing

Töluvstýrt myndband / innsetning (computer processed video /Installation). Margskipt myndbandsverk hringlaga verka varpað vegg sem endurvarpasta á glansandi svartan dúk á gólfi sýningarsalarins. 

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga 10–17