Painting Site

2008

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir 1976-

Innsetning Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur, Painting Site, virkjar líkamlega skynjun áhorfandans og þátttöku hans í merkingarsköpun verksins. Verkið er eins konar þrívítt málverk, samsett úr fjölmörgum mannhæðarháum tréplötum sem tengjast og mynda skilrúm og gönguleiðir á milli. Hver plata má segja að sé málverk í sjálfu sér en tengd saman mynda skilrúmin abstrakt heim sem áhorfandinn gengur inn í, nánast eins og völundarhús og undraheim. Skynjun áhorfandans er því síbreytilegt ferðalag, þar sem litir og form taka sífellt á sig nýjar myndir.

LÍ-8503
  • Year2008
  • TypeNýir miðlar - Innsetningar
  • SummaryAbstrakt
  • Main typeMyndlist/Hönnun
  • MaterialMasonít

Anna Jóa, "Innrömmuð skynjun", Morgunblaðið, 19. júlí 2010.

Markús Þór Andrésson, Myndbygging, Læknablaðið, 5 tbl. 2008.

Markús Þór Andrésson, texti í sýningarskrá: Painting Site. Cuxhavener Kunstverein, Cuxhaven, Þýskaland, 23.05.-29.06.2008.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17